
UM STEINAFÉLAGIÐ BJÖRG
Þetta er vefsíða félagsins “Steinafélagið Björg”. Nokkur af markmiðum félagsins eru:
1. Að finna stærsta stein á Íslandi
2. Að skrá steina, sem átrúnaður eða sögur eru bundnar við
3. Að skrá stóra steina úr óvenjulegu bergi
Allir áhugaverðir steinar koma til álita. Gaman ef einhver saga fylgir. Allir geta gengið í félagið vafningalaust (sent mér tölvupóst (joneir@icloud.com) eða tilkynningu á Facebook). Nokkrir undirflokkar verða skráðir, svo sem grettistök, álfasteinar, fjörusteinar, bombur, hrunsteinar og þannig mætti lengi telja. Hægt er að hugsa sér margs konar markmið, til dæmis stærsti steinn í tilteknum firði eða landshluta. Hver sem er getur sent inn fréttir af stórum, skrítnum, skemmtilegum steinum. Hvern stein þarf helst að mæla nákvæmlega (lengd, breidd, hæð), staðsetja, t.d. með GPS eða lýsingu á stað. Meiri uplýsingar geta t. d. verið greining á bergtegund og ljósmynd. Á vefsíðunni verða upplýsingar birtar af og til, jafnóðum og ástæða þykir til. Steinn númer eitt var mældur staðsettur og ljósmyndaður 16. júní 2016, um leið og hugmyndin kviknaði.