Steinn nr. 8
65,289803° N 13,929522° V 5 m. y. s.
Seyðisfjörður
Álfasteinn
Blágrýti. Mælingar ónákvæmar.
L = 2,9 m
B = 2,8 m
H = 2,6 m
Umsögn
Dvergasteinn við norðanverðan Seyðisfjörð. Sagt er að steinninn hafi áður verið sunnan fjarðar, og staðið til hliðar við kirkju, sem var svo flutt norður fyrir fjörð og steinninn sigldi á eftir. "Þar voru dvergarnir komnir með steininn sinn. Höfðu þeir eigi eirt eftir að kirkjan fór og fluttu sig á eftir henni" (Íslenskar þjóðsögur og sagnir Sigfúsar Sigfússonar). Veðrunin sem sést sunnan til á steininum hefur verið kölluð býkúpuveðrun (Honeycomb weathering; tafoni).
Dagsetning
20080808
